top of page

DevOps

Þegar við hönnum stafrænar vörur horfumst við eftir því að skapa með DevOps hugmyndafræðinni.
DevOps drifið umhverfi leitar leiða til að samtvinna hugbúnaðargerð og rekstrarumhverfi með því að nýta tækni sem gerir kleift að hafa yfirumsjón með allri framkvæmd. Á sama tíma fjarlægir það hefðbundnar hindranir sem vanalega eru taldar nauðsynlegar til að tryggja rekstraröryggi en leiða á sama tíma til óskilvirkni. Til að mynda hefur sú hefð skapast að halda hugbúnaðarteymi og rekstrarteymi í ákveðinni fjarlægð frá hvort öðru. Það hefur verið gert meðal annars vegna hættunnar á því að breytingar á hugbúnaði færu í rekstur án nægjanlegar prófunar. Skortur á þessari samvinnu hefur verið til staðar af góðum ásetningi en síðast liðin ár hefur það komið enn frekar í ljós að það veiti falskt öryggi á margan hátt.  Forritarar eru kunnugir hugbúnaðnum á hátt sem rekstarteymið er ekki, eins hefur rekstrarteymið innsýn og reynslu sem forritarar hafa ekki. Prófunardeild myndi vanalega vera brúin á milli þessara tveggja "heima" og veita vernd fyrir hugbúnað sem er nógu stöðugur til að fara í rekstur. Þetta getur orðið til þess að gallar sem notanda kerfisins upplifir varir í lengri tíma en þörf væri fyrir vegna þess að það væri of áhættusamt að innleiða skyndilausn á vandanum því ekki væri að fullu hægt að sjá fyrir hver áhrif lausnarinnar væri. DevOps er ætlað að leysa þennan vanda. Í fyrsta lagi er sannreynt að með því að vinna náið saman, helst sem eitt teymi muni hugbúnaðarteymi og rekstrarteymi bæta hvort annað upp og sýna aukna færni og styrk saman. Hvað varðar prófunardeildina og reksturinn í heild sinni má varpa þeirri spurningu fram hvort að nokkur manneskja ætti að hafa aðgang sem gerir henni kleift að gera handvirkar breytingar þegar kerfi er komið í rekstur. Ef ferlarnir gera ráð fyrir því að það þurfi að gera breytingar þá má nota ákveðna sjálfvirkni í ferlunum sem koma í veg fyrir að manneskjur þurfi sjálfar að koma að því að gera þessar handvirku breytingar. Þetta á við í gegnum allt ferlið, frá því að forritari skrifar kóðann og þangað til breytingin er komin í rekstur. Í raun má segja að stefnan sé að ef eitthvað sé hægt að gera sjálfvirkt, þá ætti það að vera sjálfvirkt og ef eitthvað er ekki enn orðið sjálfvirkt þá ætti að stefna að frekari sjálfvirkni í framtíðinni.  Við trúum því að nálgunin sem hefur verið sett fram með DevOps eigi ekki eingöngu við um hugbúnaðargerð. Vandamálin sem DevOps er ætlað að leysa eru yfirfæranleg og eiga við í öðrum viðskiptagreinum. Grunnhugmyndarfræði DevOps leiðir til ferla sem eru vel skilgreindir og endurtakanlegir og stjórna allri ákvarðanatöku. Þetta leiðir síðan til endurbóta sem verða til með því að endurskoða afturvirkt hvað var gert vel, hvað hefði getað farið betur og hverju mætti beturumbæta í framtíðinni. Í raun má þá segja að verið sé að skapa umhverfi þar sem sífelldar endurbætur eiga sér stað, fyrst með því að kenna kerfinu handvirkt en þar sem kerfið geti lært sjálft með tímanum hvernig má best leiða til áætlaðar rekstrarútkomu.


 

Checklist
bottom of page