Um okkur | Íslensk Gervigreind | Gervigreind

Íslensk Gervigreind ehf. | Borgartúni 27 | 105 Reykjavík | kt. 480818-0240 | S: 519-8300 

UM FYRIRTÆKIÐ

Íslensk Gervigreind ehf. var stofnað 2018 og er þjónustudrifið tæknifyrirtæki. Fyrirtækið er að þróa stafrænan starfsmann og hefur hafið sölu á honum.  Lausnin er drifin af því markmiði að auka sjálfvirkni með hjálp gervigreindar hjá fyrirtækjum og með það að leiðarljósi að leysa raunveruleg vandamál.

Yngvi er með yfir 20 ára reynslu á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.  Hann hefur starfað sem sérfræðingur og stjórnandi hjá ýmsum fyrirtækjum og má helst nefna Halló!/Vodafone, 09-Mobile, Nova og Davíð og Golíat sem hann stofnaði. Sérsvið Yngva eru uppbygging og innleiðing kerfa, stafræn vöruþróun og almennur rekstur.

Yngvi er Tölvuður frá Tækniskólanum í Reykjavík og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur einnig sinnt stundakennslu.

 

Yngvi Tómasson

Jón Páll hefur víðtæka reynslu og sérfræðiþekkingu á fjarskiptum, upplýsingatækni , hönnun kerfa og almennri forritun.  Jón Páll vann í hugbúnaðargerð og vefforritun hjá Símanum og Halló!/Vodafone.  Jón stofnaði síðar fyrirtækið Fortune lausnir en fyrirtækið vann ýmis sérverkefni fyrir innlend sem og erlend fjarskiptafyrirtæki.
Frá árinu 2012-2018 starfaði Jón síðan sem arkitekt og stjórnandi yfir teymum hjá Inmarsat í London sem annaðist þróun fjarskiptalausna.  Inmarsat er leiðandi fyrirtæki í gervihnattafjarskiptum.

Jón Páll Fortune

Pétur er með yfir 20 ára reynslu á fjármálamarkaði. Eftir að hafa lokið námi í véla og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands hóf hann strax störf innan þess geira. Hann starfaði hjá fyrirtækjaráðgjöf Arion banka fram á vorið 2018 þegar hann lauk MBA námi við Háskólann í Reykjavík og stofnaði eigin ráðgjafarfyrirtæki. Pétur hefur sem ráðgjafi komið að mörgum af stærstu fyrirtækjaviðskiptum undanfarinna ára, svo sem kaupum N1 hf. á Festi hf. Pétur hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Sérsvið hans eru viðskiptaáætlanir, fjármögnun, kaup, sala og endurskipulagning fyrirtækja.
 

Pétur Richter