top of page
Search
  • Writer's pictureSpjallmenni

Er ekki kominn tími á netspjall?

Updated: Jun 24, 2020

Til eru rannsóknir sem sýna að þúsaldarkynslóðin svokallaða sé töluvert líklegri til að vilja eiga samskipti í rituðu máli frekar en í gegnum síma. Sama á við um marga þegar kemur að samskiptum við fyrirtæki og stofnanir. Flestir vilja senda tölvupóst eða nota netspjall til að forðast að vera númer 12 í röðinni símleiðis. Þannig hafa fyrirtækið í auknum mæli hafið að bjóða upp á netspjall á vefsíðum sínum til að mæta aukinni kröfu um netsamskipti. Sama á við um fólkið sem vinnur í þjónustuverum sem kann að finnast betra að þjónusta í gegnum netspjall frekar en að taka á móti óþægilegum samskiptum í gegnum síma eða í verslun. Fækkun símtala: Þar sem við höfum innleitt netspjall fyrir þjónustuver höfum við undantekningarlaust séð fækkun á símtölum og aukningu í netspjalli og tölvupósti.

Tækifærin: Með meiri skriflegum samskiptum er hægt að greina samskipti betur og skrá þau og hengt við viðskiptavini með samþættingu kerfa. Með greiningunni sem við bjóðum upp á er hægt að sjá hvað flestir viðskiptavinir eru að hafa samband vegna og skoða í framhaldi möguleika á sjálfvirkri svörun og umfram allt sjálfvirkri úrlausn jafnvel með fyrirbyggjandi hætti. Spjall-lausnir: Ýmsar lausnir eru til fyrir spjall en við mælum með í flestum tilfellum að fyrirtæki nýti sér facebook spjall-lausnir. Kostir þess eru að flest allir Íslendingar eru á facebook og með því að nýta facebook spjall fáið þið auðkenninguna á hver sé að tala við ykkur á góðan máta. Hægt er að bæta við staðfestingu með rafrænum skilríkjum eða SMS auðkenningu ef þarf. Annar kostur er sá að ef viðskiptavinur sendir fyrirspurn á netspjalli í gegnum facebook þarf hann ekki að bíða á vefsíðunni þinni eftir að fá svör heldur fær hann svarið í gegnum facebook appið sitt þegar röðin er komin að honum. Facebook lausnin snýr í raun að því að facebook spjallbólan verður sjáanleg á heimasíðunni þinni. Þjónusta okkar einskorðast þó ekki við að facebook spjall sé nýtt og höfum við fleiri lausnir í boði hugnist sú lausn ekki.


Greining: Við mælum með innleiðingu á kerfum sem gefur möguleikan á að taka allt netspjall og tölvupóst fyrirtækis eða stofnunar inn á einn stað og hefja greiningu. Hægt er að greina svartíma, hver svari flestum fyrirspurnum og merkja samskipti út frá innihaldi til að átta sig á hversu margir hafa samband t.d. vegna reikningamála eða sölumála. Íslensk Gervigreind er síðan með viðbótarlausnir til að greina og hanna spjallmenni til að hefja sjálfvirka svörun og mögulega fækka fyrirspurnum með fyrirbyggjandi hætti.


Innleiðing: Íslensk Gervigreind getur aðstoðað við innleiðingu netspjalls og greiningu ásamt sjálfvirkri svörun og úrlausn með samþættingu. Endilega bókið fund igg@igg.is

Recent Posts

See All
bottom of page