Spjallmenni
Sundrun?
Updated: Feb 6, 2019
Þegar maður hugsar um aukna sjálfvirkni og horfir til baka má sjá hversu mikil þróun hefur orðið á mörgum sviðum. Sjálfvirkar baggabindivélar, sjálfvirkir símsvarar, sjálfvirkar passa-myndavélar og ekki má gleyma sjálfsölunum öllum. Í raun höfum við endalaust unnið að því að gera endurtekin störf sjálfvirk og nú er komið að því að umbreyta störfunum sem urðu til við síðustu iðnbyltingu. En með tilkomu gervigreindar er komið enn stærra tækifæri til að gera enn meira krefjandi störf sjálfvirkari þar með talin störf sem krefjast ákvörðunartöku.
Í dag eru flestir stjórnendur fyrirtækja meðvitaðir um þau tækifæri sem aukin sjálfvirkni og stafræn vöruþróun hefur í för með sér en í raun gæti þeim hætt til að horfa á hinn nýja raunveruleika sem ógn frekar en aukin tækifæri.
Mörg Íslensk fyrirtæki hafa skapað vinnuhópa utan um stafræna þróun og má sjá ýmis merki undanfarin ár um aukna áherslu í þeim málaflokk í formi aukinnar vefsölu margra verslunarfyrirtækja, sjálfsafgreiðslukassar í verslunum og aukna áherslu á að selja tilbúinn mat til eldunar jafnvel í áskrift.
Fyrirtæki þurfa að hugsa lengra en öll tískuorðin eins og 5G, skynjarar, Big Data, skýja-þjónustur og samfélagsmiðlar. Íslensk fyrirtæki þurfa virkilega að grandskoða hvað Íslenskir neytendur vilja og hvar hægt er að nýta þá tækni sem er í boði til að mæta neytendum. Samkeppnisumhverfið á Íslenskum markaði hefur breyst hratt undanfarin ár með aukinni tækniþróun en sem dæmi er Amazon, Netflix, Spotify ofl. dæmi um fyrirtæki sem nú bjóða þjónustu sýna beint á Íslenskum markaði.
Mig langar að taka nokkur fyrirtæki sem dæmi sem hafa nýtt sér þá tækniþróunina sem hefur átt sér stað undanfarin ár og notið góðs af.
Uber: Eitt besta dæmið um fyrirtæki sem sundraði rótgrónum markaði og nýtti sér þá tækni sem var orðið í boði. Mögulega hefði verið mjög erfitt fyrir leigubílastöð að taka þetta skref en Uber nýtir sér Big Data, skýjaþjónustur og farsímatækni almennt til að bjóða upp á nýja nálgun í samgöngum. Höfnin í Hamborg: Ein stærsta höfn Evrópu sem sinnir þjónustu við skip og flutningsbíla allan sólarhringinn tókst að auka afköst á umsýslu gáma um 178% án þess að stækka höfnina. Þeir nýttu sér veðurupplýsingar, upplýsingar um umferðarþunga og upplýsingar um stöðu á flutningabílum.
Leggja.is nærtækt dæmi um nýja hugsun með nýtingu nýrrar tækni. Leggja.is kom snemma á sjónarhornið og tóku stórt skref í að gera stöðumæla óþarfa með því að nýta tækni sem var að ryðja sér rúms á frumlegan máta og hafa síðan þróað lausnina samhliða nýjungum sem hafa boðist. Under Armour: Er ekki lengur bara vinsæll íþróttavörumerkjaframleiðandi heldur hafa þeir tengt 38 milljón mans saman í gegnum app eins og My fitness pal. Þeir hafa tekið stefnu í að verða meira en íþróttavöruframleiðandi með því að skilgreina sig aukið sem heilsuráðgjafendur.
Mín trú er að við séum á miklum tímamótum og fram undan sé mikið kapphlaup hjá Íslenskum fyrirtækjum í því að verða ekki eftir í þeim hröðu breytingum sem fram undan eru. Stóra spurningin er hvort fyrirtæki finni leiðir til að sundra sjálfum sér með stafrænni vöruþróun eða hvort einhver sundri markaðnum á undan með nýjum lausnum. Við hjá Íslenskri Gervigreind aðstoðum fyrirtæki við að kortleggja tækifæri og aðstoðum við framkvæmd.
