Íslensk Gervigreind | Ráðgjöf

Íslensk Gervigreind ehf. | Borgartúni 27 | 105 Reykjavík | kt. 480818-0240 | S: 519-8300 

Ráðgjöf

Við bjóðum upp á ráðgjöf og lausnir fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir. Sérsvið okkar snýr að sjálfvirkni með nýtingu gervigreindar og stafræn vöruþróun almennt. Hægt er að nýta gervigreind til að svara sjálfvirkt fyrirspurnum viðskiptavina og höfum við lagt áherslu á slík verkefni. Með notkun spjallmenna má auka þjónustu umtalsvert og ráðleggjum við hvernig megi nýta sér slíkar lausnir og aðstoðum við innleiðingu. Við horfum síðan enn lengra og höfum þá sýn að með greiningu á samskiptum sé hægt að fækka fyrirspurnum með aukinni sjálfvirkni og frumkvæði í stafrænum samskiptum. 
Við ráðleggjum einnig við að velja rétta lausn þegar kemur að innleiðingu netspjalls en hægt er að notast við ýmsar lausnir eins og spjallþjónustu Facebook.