top of page

Spjallmenni

Spjallmenni er Íslenskt orð yfir chatbot. Ein helsta áskorun fyrirtækja er þjálfun starfsmanna í framlínuþjónustu og almennur líftími þeirra í starfi. Þegar starfsmenn hafa loks náð tökum á öllum kerfum til að þjónusta viðskiptavini hverfa þeir oft í betri störf eða frekara nám.  Með samþættingu kerfa og nýtingu gervigreindar getum við gefið út bestu útgáfuna af þjónustu fulltrúa fyrirtækja í formi hugbúnaðar og komið honum fyrir í skýinu.

Hugmyndafræði okkar gengur út á að leysa öll verkefni með samþættingu tækja og tóla sem starfsmaðurinn nýtir við að leysa þjónustumál. Greining okkar í upphafi er mikilvæg þar sem hún getur gefið tilefni til að leysa endurtekin þjónustumál áður en viðskiptavinurinn áttar sig á vandamálinu og hefur samband.
Spjallmenni geta ekki síður nýst innanhúss fyrir starfsmenn sem vilja afla sér ýmissa upplýsinga eins og stöðu frídaga.












 

Robot
bottom of page